Eigandi Vett.is er Vett ehf. kt. 6112120460, Fosshálsi 27, 110 Reykjavík.

VSK númer: 114469.

Hvernig á að versla

Vett er vettvangur fyrir félög,fyrirtæki og stofnanir til að selja vörur sínar og veita aðgengi að streymi gegn greiðslu. Vett veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Vett birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.

Vett áskilur sér rétt til að hætta við pöntun kaupanda, að hluta til eða öllu leyti, ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða hætta við pöntun.

Til að kaupa vöru af vefverslun félaga þá þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

Veldu félag og farðu inn á vefverslun.
Veldu vörur sem þú ætlar að versla með því að smella á hnappinn : Setja í körfu.
Ef kaupa á vörur af öðru félagi veldu þá það félag og vefverslun.
Veldu vörur sem þú ætlar að versla með því að smella á hnappinn : Setja í körfu.
Þegar þú hefur valið allar þær vörur sem þú ætlar að versla skaltu velja hnappinn með mynd af innkaupakörfu upp í hægra horni síðunnar.
Smelltu á hnappinn: Ganga frá pöntun.
Fylgdu þeim skrefum sem beðið er um og fylltu út umbeðnar upplýsingar.
Þegar þú kemur að beiðni um sendingarmáta skaltu athuga að kostnaður leggst við eftir því hvaða leið er valin. Lagt er til að þú kynnir þér vel hvaða sendingaleið og kostnaður henti þér best.
Í síðasta glugganum skaltu yfirfara hvort að pöntun og upplýsingar um þig séu réttar.
Greiðsluferlið opnast í nýjum vefglugga þegar þú velur „halda áfram“. Þar notar þú þá greiðslumöguleika sem eru til staðar. Þetta er örugg greiðslugátt sem Vett hefur ekki aðgang að.
Um leið og þú hefur staðfest vörukaup þín með greiðslu, sendum við staðfestingu á netfangið þitt.

Verð

Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.

Rangar afgreiðslur

Ef pöntunin þín hefur ekki verið rétt afgreidd, hafðu þá vinsamlega samband við vefverslun þess félags, fyrirtækis, stofnun sem verslað er af í gegnum tölvupóst. Hafi mistökin verið gerð af hálfu félaga þá er allur viðbóta kostnaður vegna afgreiðslu á réttri pöntun hjá þeim.

Skilareglur

Þegar verslað er á heimasíðu Vett gilda lög um neytendakaup, lögum um neytendasamninga, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Sömu skilareglur gilda hjá öllum félögum, fyrirtækjum og stofnunum sem selja vörur sínar hjá Vett.

Kaupandi vöru hefur 14 daga skilarétt án þess að tilgreina nokkra ástæðu. Fresturinn byrjar að renna út daginn eftir þegar kaupandi hefur í reynd fengið vöruna í hendurnar.

Kaupandinn þarf að tilkynna viðkomandi félagi, fyrirtæki eða stofnun ef skila á vöru. Tilkynning verður að fara fram með tölvubréfi til seljanda. Mælt er með því að sent sé afrit til Vett. Ef kaupandinn skilar vörunni mun Vett endurgreiða kaupanda sem nemur upphæð vörunnar sem kaupandinn greiddi fyrir hana, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að kaupandi hefur valið annan sendingarmáta en ódýrasta staðlaða sendingarmátann sem seljandi býður upp á), án ástæðulausrar tafar og alla jafna eigi síðar en 14 dögum eftir að vörunni hefur verið skilað til félagsins. Varan þarf að vera ónotuð og í sama ásigkomulagi og hún var afhend kaupanda.

Réttur við galla eða vöntun

Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.

Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega til félagsins. Mælt er með að tilkynningin berist innan 30 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit til félagsins og Vett. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins.

Réttur til að fá galla bættan er í 2 ár. Réttur til að kvarta er 5 ár, þó aðeins á vörum sem eru með viðurkenndan meðallíftíma umfram 2 ár.

Félagið áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.


Ábyrgð

Ábyrgð Vett hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem á er kveðið um í lögum. Ábyrgð vegna galla á vöru er 2 ár eftir kaupdagsetningu til einstaklinga. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár samkvæmt neytendalögum og lögum um lausafjárkaup. Ef söluhlut er ætlaður verulega lengri líftími en almennt gerist þá er frestur til að kvarta 5 ár.

Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar á rekstrarvörum þ.e.a.s. hún nær ekki til tækja sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár. Ábyrgð fellur úr gildi ef varan hefur verið opnuð eða átt hefur verið við hana án yfirumsjónar/samþykkis seljanda þrátt fyrir að þar hafi verið að verki verkstæði og/eða viðurkenndur aðili. Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar. Í sumum tilfellum eru einstakar vörur eða vörumerki með lengri ábyrgðartíma. Í þeim tilfellum sem það á við er slíkt tekið fram. Seljendur eru ekki skuldbundnir til að taka þátt í viðgerðarkostnaði, gefa afslætti, skipta út vöru o.s.frv. eftir 2 ára ábyrgðartíma. Vett tekur þó tillit til 5 ára kvörtunarfrests ef meðallíftími tækis er ætlaður verulega lengri en almennt gerist. Vett áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, þó innan eðlilegra tímamarka. Ef að til úrlausnar ábyrgðar kemur, er félögum skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.