Vett er vettvangur fyrir íþróttafélög til að selja vörur sínar og veita aðgang að streymi frá ýmsum viðburðum. Vett þjónustar félögin með því að veita aðgengi að tækni úrlausnum eins og að streyma viðburðum sem félögin geta rukkað fyrir, selt vörur og varning ásamt því að taka á móti styrkjum. Félögin eru með sína eigin félagasíðu þar sem aðgengi er að streymi, vefverslun og öðrum upplýsingum sem félögin ákveða sjálf hverjar eru.
Félagsmenn íþróttafélaga, aðstandendur og viðskiptavinir þeirra geta nú fylgst með og verslað á netinu frá mörgum íþróttafélögum í einu, á einum stað. Einfalt og þægilegt.
Vett tekur þóknun fyrir sína þjónustu en nýtir hluta af arði sínum til að styrkja börn og ungmenni sem ekki hafa kost á að stunda íþróttir eða tómstundir.