Vett er vettvangur fyrir félög, fyrirtæki og stofnanir að selja aðgang að sínu streymi og sínar vörur. Boðið er upp á afhendingu með póstinum þannig að vörurnar eru sendar á næsta pósthús við viðtakanda eða heimkeyrsla með póstinum (þar sem það er í boði).

Pósturinn: Allar pantanir yfir kr. 20.000 krefst undirskriftar korta/reikningseiganda gegn framvísun persónuskilríkja þ.e. passa eða ökuskírteinis. Pantanir undir kr. 20.000 eru afhentar aðila á afhendingarstað . Ef að enginn er við er tilkynning stungið inn um bréfalúgu ef kostur er. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavin. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda. Ef að afhending vöru í heimakstri reynist árangurslaus er hægt að óska eftir nýjum afhendingartíma gegn gjaldi sem greitt er beint til póstsins.

Sækja: Hægt er að sækja vöru til viðkomandi söluaðila hjá VETT á heimilisfangi þeirra á skilgreindum opnunartímum.