Ármenningar gerðu það gott úti í heimi

Ármenningar gerðu það gott úti í heimi

Ármenningarnir Kristján Viggó Sigfinnsson, hástökkvari, og Ingeborg Eide Garðarsdóttir, kúluvarpari, náðu bæði frábærum árangri á mótum erlendis helgina 25.-26. febrúar sl.

Kristján Viggó sigraði hástökkskeppni á móti í Seattle með stökk upp á 2,20m en það er jafnframt jöfnun á hans persónulega meti. Lesa má meira um mótið og árangur Kristjáns Viggós hér. Ingeborg bætti sinn persónulega árangur með kast upp á 9,01m á móti í Dubai. Lesa má meira um árangur Ingeborg á heimasíðu Hvata