MÍ innanhúss í fullorðinsflokki
Meistaramót Íslands í fullorðinsflokki fór fram um síðustu helgi, 18.-19. febrúar, í Laugardalshöll og mættu Ármenningar sterkir til leiks.
María Helga Högnadóttir bætti sig í 60m grindahlaupi og hljóp á 8,97sek. sem dugði henni í 3. sæti. Hún bætti sig einnig í 60m hlaupi og náði þar 4. sæti með 7,82sek.
Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson náði góðum árangri í 200m hlaupi karla þar sem hann bætti sínu persónulega meti og náði 3. sæti á tímanum 22,27sek. Hann fékk einnig 3. verðlaun í 60m hlaupi karla. Elín Auðunsson bætti sig í 400m hlaupi karla og var aðeins 1/100 sek. frá þriðja sætinu. Hann náði síðan 2. sæti í hástökki og bætti sig þar með stökk upp á 1,82m.
Þeir Anthony Vilhjálmur og Auðun voru ásamt Hermanni Þór Ragnarssyni og Birni Þór Gunnlaugssyn í sveit Ármanns í 4x400m boðhlaupi karla sem náði 2. sæti á tímanum 3:25,73.
Sjá fleiri myndir eftir Gunnlaug Júlíusson frá mótinu á Flickr-síðu FRÍ.