Íslandsmeistarar í kumite

Íslandsmeistarar í kumite

Íslandsmeistaramótið í kumite var haldið 23. október sl., en keppt var í flokki fullorðinna og unglinga. 

Í flokki fullorðinna voru 20 þátttakendur frá flestum félögum landsins. KFR sendi þrjá keppendur til leiks í flokki fullorðinna, þau Elías Snorrason, Ronju Halldórsdóttur og Huga Halldórsson, en í þeim flokki eru keppendur sem eru 16 ára og eldri. Ronja og Hugi urðu hlutskörpust í sínum flokkum. Ronja stóð uppi sem sigurvegari í -61 kg. flokki en var það jafnframt eini flokkurinn sem keppt var í hjá konum. Hugi sigraði í -75 kg. flokki. Elías varð annar í +75 kg. flokki og þriðji í opnum flokki. 

Í flokki unglinga, 12 - 18 ára, voru 46 keppendur frá 8 karatefélögum. Karatefélag Reykjavíkur sigraði í fimm flokkum af átta: Daði Logason og Embla Halldórsdóttir í flokki 13 ára. Nökkvi Benediktsson í flokki 14-15 ára. Ísabella María Ingólfsdóttir í flokki 16-17 ára og Hugi Halldórsson í flokki 16-17 ára. 

Í stigakeppni félaga var það KFR sem fékk unglingabikarinn í Kjallarann en það er í fyrsta skiptið í amk. 30 ár sem sá bikar er hjá félaginu