MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga í umsjón Ármanns
Síðastliðna helgi fór fram MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga í umsjón Ármanns í Laugardalshöll. Spennandi keppni var á báðum mótum og náðu Ármenningar góðum árangri. Hekla Magnúsdóttir sigraði í fimmtarþraut 16-17 ára og Þorsteinn Pétursson í sjöþraut 16-17 ára. Michel Thor Masselter, Benedikt Bjarki Ægisson og Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir komust á pall í sínum greinum í flokki öldunga.
Sjá fleiri myndir á Flickr-síðu FRÍ.