Frjálsíþróttafólk úr Ármanni í Bandaríkjunum - Trausti Þór Þorsteinsson
Trausti Þór, millivega- og víðavangshlaupari, byrjaði að æfa frjálsar 16 ára gamall hjá Ármanni. Hann æfir nú í New York í Bandaríkjunum þar sem hann er í meistaranámi í kvikmynda- og fjölmiðlafræði við Iona University.
Trausti Þór hóf nám í Bandaríkjunum árið 2018 og strax árið eftir náði hann frábærum árangri í frjálsum íþróttum. Hann hljóp 800m innanhúss á 1:53,70 og 1500m á 3:47,9.
Árið 2020 bætti hann árangri sínum í míluhlaupi og hljóp á 4:04,11. Sama ár vann hann gull í mílu, 3000m og 5000m og var valinn "most valuable distance runner" í deildinni, Northeast Conference.
Trausti Þór er í dag einn efnilegasti millivegalengda hlaupari á Íslandi.