Mörg afrek unnin á Aðventumóti Ármanns
Aðventumót Ármanns í frjálsum íþróttum fór fram á laugardaginn 10. desember í Laugardalshöll. Góð þátttaka var á mótinu þar sem iðkendur alveg frá 6 ára og upp í fullorðinsflokk kepptu ýmist í þrautabraut, fjórþraut eða í völdum greinum.
Óvenju góður afrangur náðist á mótinu þar sem átta keppendur náðu yfir 900 afreksstigum samkvæmt stigatöflu Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins. Þar að auki setti Karl Sören Theodórsson frá Ármanni aldursflokkamet í stangarstökki 13 ára pilta innanhúss þegar hann stökk 2,91m. Karl Sören á nú Íslandsmetið í stangarstökki bæði í 12 ára flokki innanhúss og í 13 ára flokki utan- og innanhúss.
Sjá fleiri myndir frá mótinu hér: Aðventumót Ármannss 2022 | Flickr