Þrenn verðlaun í Víðavangshlaupi Íslands
Ármenningar náðu þrennum verðlaunum í Víðavangshlaupi Íslands sem fram fór í Laugardalnum 15. október sl.
Margrét Lóa Hilmarsdóttir náði 1. sæti í flokki stúlkna 12 ára og yngri en hún hljóp 1,4km á tímanum 00:06:14.
Úlfur Orri Jakobsson lenti í 2. sæti í flokki pilta 12 ára og yngri. Hann hljóp 1,4km á tímanum 00:06:09.
Loksins unnu Ármenningar liðakeppni beggja kynja 12 ára og yngri.