Frjálsíþróttafólk úr Ármanni í Bandaríkjunum - Óliver Máni Samúelsson

Frjálsíþróttafólk úr Ármanni í Bandaríkjunum - Óliver Máni Samúelsson

Óliver Máni, spretthlaupari, hóf æfingar með frjálsíþróttadeild Ármanns í byrjun árs 2018 og sýndi strax óvenju mikla hæfileika. Núna æfir hann í Bandaríkjunum þar sem hann er á öðru ári í stærðfræði við Hillsdale College.

Strax árið 2019 var hann kominn í fremstu röð spretthlaupara á Íslandi í karlaflokki og sumarið 2020 náði hann 2. sæti á MÍ utanhúss á Akureyri í bæði 100m og 200m hlaupi og þar að auki náði hann 3. sæti með sveit Ármanns í 4x100m boðhlaupi. Hann var valinn í A-landslið í boðhlaupum árið 2020 og í A-landslið vegna verkefna 2021.

Óliver Máni stefnir í að verða einn efnilegasti spretthlaupari Ármanns og Íslands.