Frábær mæting í frjálsum - veturinn fer vel af stað

Frábær mæting í frjálsum - veturinn fer vel af stað

Fjölgað hefur í öllum flokkum iðkenda í frjálsum íþróttum hjá Ármanni á haustönninni. Alls voru 184 skráðir um miðjan október en til samanburðar voru 123 skráðir á sama tíma í fyrra.

Mesta fjölgunin hefur orðið hjá iðkendum í 3.-4. bekk en einnig er ánægjulegt að sjá að unga fólkið í eldri bekkjum grunnskóla er farið að sýna frjálsum íþróttum aukinn áhuga. Við fögnum þessu og hlökkum til að starfa með fjölmennum hópi iðkenda á öllum aldri í vetur.