Ármenningur bætti Íslandsmet í 13 ára aldursflokki
Karl Sören Theodórsson stökk 2,88 m í stangarstökki á Bætingamóti Fjölnis sem haldið var 23. september sl. Þar með bætti hann 11 ára gamalt Íslandsmet utanhúss í 13 ára aldursflokki en fyrra met var 2,81 m. Til gamans má geta að þessi árangur Karls Sörens er 9. besti árangur í stangarstökki utanshúss á þessu ári.