Sturla Snær leggur skíðin á hilluna
Í ljósi þess að Sturla Snær Snorrason hefur ákveðið að hætta keppni á skíðum þá vill Skíðadeild Ármanns nota tækifærið og þakka Sturlu fyrir sitt einstaka framlag til skíðaíþróttarinnar.
Á ferlinum hefur Sturla keppt um heim allan fyrir Íslands hönd og verið landi og þjóð til sóma og ekki síst okkur Ármenningum.
En þó að Sturla sé hættur að keppa þá eru skíðin sem betur fer ekki farin á hilluna góðu því Sturla hefur fallist á að koma og þjálfa með okkur í vetur. Það er mikill fengur fyrir okkur Ármenninga að fá Sturlu til okkar og við vitum að yngri iðkendur okkar eiga eftir að njóta góðs af.
Þakka þér kærlega fyrir þitt framlag Sturla og vertu velkominn í okkar frábæra þjálfarahóp.
Hægt er að lesa nánar um málið á vefsíðu Skíðasambands Íslands.