Íþróttvika Evrópu - opnar æfingar í Sunddeild Ármanns

Íþróttvika Evrópu - opnar æfingar í Sunddeild Ármanns

Í tilefni Íþróttaviku Evrópu verður Sunddeild Ármanns með opnar æfingar í Árbæjarlaug, Laugardalslaug og Sundhöll Reykjavíkur fyrir börn og fullorðna. Upplýsingar um allar æfingar eru fyrir neðan.

Íþróttavika Evrópa verður haldin 23.-30. september í yfir 30 Evrópulöndum og er einkunnarorð vikunnar #BeActive. Íþrótta- og Ólympíusamband íslands heldur utan um verkefnið.

https://www.beactive.is

 

Opnar æfingar í Laugardalslaug fyrir 5-16 ára í íþróttaviku

Sunddeild Ármanns er með opnar æfingar fyrir 5-16 ára í Laugardalslaug og býður öll velkomin að prófa sundæfingar.

Æfingatímar eru:

5-6 ára: Þriðjudag kl. 17:00-17:40; Fimmtudag kl. 17:00-17:40

5-7 ára: Þriðjudag kl. 16:15-16:55; Fimmtudag kl. 16:15-16:55

6-9 ára: Mánudag kl. 16:00-17:00; Miðvikudag kl. 16:00-17:00

8-12 ára: Mánudag kl. 16:00-17:00; Miðvikudag kl. 16:00-17:00; Fimmtudag kl. 15:30-16:30

10-16 ára: Mánudag kl. 18:30-19:45; Miðvikudag kl. 17:00-18:30; Fimmtudag kl. 16:15-18:00

Vinsamlegast tilkynnið mætingu til Jóhönnu Iðu Halldórsdóttur, yfirþjálfara yngri hópa, með tölvupósti á sund@armenningar.is  

 

Opnar æfingar í Árbæjarlaug fyrir 5-12 ára í íþróttaviku

Sunddeild Ármanns er með opnar æfingar fyrir 5-12 ára í Árbæjarlaug og býður öll velkomin að prófa sundæfingar.

Æfingatímar eru:

5-6 ára: Þriðjudag kl. 17:00-17:40; Fimmtudag kl. 17:00-17:40

6-7 ára: Þriðjudag kl. 16:15-16:55; Fimmtudag kl. 16:15-16:55

6-9 ára: Mánudag kl. 16:15-17:15; Miðvikudag kl. 16:15-17:15

8-12 ára: Mánudag kl. 17:15-18:15; Þriðjudag kl. 17:50-18:50; Fimmtudag kl. 17:50-18:50

9-12 ára: Mánudag kl. 17:15-18:15; Þriðjudag kl. 17:50-18:50; Fimmtudag kl. 17:50-18:50; Föstudag kl. 15:30-16:30

Vinsamlegast tilkynnið mætingu til Jóhönnu Iðu Halldórsdóttur, yfirþjálfara yngri hópa, með tölvupósti á sund@armenningar.is 

 

Opnar æfingar í Sundhöll Reykjavíkur fyrir 8-13 ára í íþróttaviku

Sunddeild Ármanns er með opnar æfingar fyrir 8-13 ára í Sundhöll Reykjavíkur og býður öll velkomin að prófa sundæfingar.

Æfingatímar eru:

Mánudag kl. 17:50-18:50; Miðvikudag kl. 17:50-18:30

Vinsamlegast tilkynnið mætingu til Jóhönnu Iðu Halldórsdóttur, yfirþjálfara yngra hópa, með tölvupósti á sund@armenningar.is

 

Opnar garpasundsæfingar í Laugardalslaug í íþróttaviku

- Sund er frábær líkamsrækt -

Sunddeild Ármanns býður öll 20 ára og eldri velkomin að koma og prófa sundæfingar í Laugardalslaug undir handleiðslu reynds þjálfara. Æfingar eru ætlaðar jafnt byrjendum sem vilja læra rétta tækni og reyndari sundiðkendum sem vilja halda sér í formi.

Æfingatímar eru:

Þriðjudag kl. 18:30-19:30

Fimmtudag kl. 17:30-18:30

Nánari upplýsingar fást hjá formadur@armenningar-sund.com