Fjörið er að hefjast
Haustæfingar byrja á morgun 10. september kl. 16.00 í Ármannsheimilinu, fimleikasal, hjá öllum hópum skíðadeildarinnar. Frekari æfingar haustsins má sjá undir æfingatöflur hér á heimasíðu Ármanns, en ef verða breytingar á staðsetningum æfingatímann þá birtast þær inni á Sportabler hvers hóps fyrir sig. Allir skráðir þátttakendur hafa aðgang að Sportabler. Við erum hrikalega spennt að kýla þetta í gang. Hlökkum til að sjá ykkur.
Með kærri kveðju
Selma
formaður