Ingeborg heiðruð
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, kúluvarpari úr Ármanni, var í dag útnefnd íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hún setti Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F37 með kast upp á 10,08m á heimsmestaramóti IPC á Indlandi í sumar. Ingeborg segir að mikil vinna liggi að baki þessum árangri og að árið hafi ekki verið auðvelt en að það sé góð tilfinning að enda á toppnum. Til hamingju með útnefninguna, Ingeborg - þú átt það svo sannarlega skilið!