Yngstu aldursflokkar á Bronsleikum ÍR

Yngstu aldursflokkar á Bronsleikum ÍR

Yngstu aldursflokkar fengu að spreyta sig á fyrsta frjálsíþróttamóti vetrarins laugardaginn 4. október þegar Bronsleikar ÍR voru haldnir í Laugardalshöll. Þar var keppt í fjölþraut (þrautabraut) í flokki 7 ára og yngri, í þríþraut (langstökki, 60m hlaupi og skutlukasti) í flokki 8-9 ára og í fjórþraut (langstökki, kúluvarpi, 60m og 600m hlaupi) í flokki 10-11 ára. Ármenningar sýndu hvað í þeim býr og náðu frábærum árangri. Gaman verður að fylgjast með þessum efnilegu frjálsíþróttakrökkum á komandi árum.

Hér má sjá fleiri myndir frá mótinu.