
Fjögur mót á einni viku
Sjálfboðaliðar frjálsíþróttadeildar Ármanns stóðu í ströngu í liðinni viku þar sem deildin sá um samtals fjögur mót - eitt þeirra að vísu í samstarfi við hin tvö félögin í Reykjavík en það var Opna Reykjavíkurmótið sem haldið var á ÍR-vellinum á þriðjudag og miðvikudag. Hin þrjú mótin fóru fram um helgina, sömuleiðis á ÍR-vellinum, en það voru MÍ í 10.000m hlaupi á braut, MÍ í fjölþrautum og MÍ í eldri aldursflokkum. Öll fjögur mótin fóru vel fram og margir keppendur náðu góðum árangri.
Meðal Ármenninga sem komust á pall á mótunum má nefna Sverri Þór Hákonarsson sem náði 1. sæti í spjótkasti í flokki pilta 15 ára og yngri þegar hann kastaði 32,40m á Opna Reykjavíkurmótinu. Á sama móti tók Herdís Askja Hermannsdóttir 1. sætið í kringlukasti með kast upp á 36,16m. Halldór Matthíasson keppti í flokki karla 75-79 ára á MÍ í eldri aldursflokkum og náði þar 1. sæti í kringlukasti með 24,52m en þess má geta að hann keppti við tvo aðra í sínum aldursflokki í þeirri grein. Stefán Pálsson tók einn Ármenninga þátt í MÍ í 10.000m hlaupi á braut og endaði þar í 3. sæti á tímanum 33:05,55 sem var jafnvel persónulegt met.