Takk fyrir tímabilið!

Takk fyrir tímabilið!

Sæl öll.

Sundárið 2024-2025 er nú liðið og sundiðkendur komnir í sumarfrí. Tímabilið var farsælt hjá Sunddeildinni og var ánægjulegt að sjá framfarir iðkenda á öllum sundstigum, frá krökkum að læra sín fyrstu tök í sundskóla til afreksfólksins okkar. 

Sunddeild Ármanns var stór hluti af liði Reykjavíkur sem náði 3. sætinu á AMÍ 25 eftir harða baráttu um annað sætið við ÍRB, en aðeins 3 stig skildu liðin af í lok keppninnar á Akureyri!

Strax vikuna á eftir héldu svo sundiðkendur til Stokkhólms þar sem keppt var á SPIF Summer Cup mótinu með sundfólki frá öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ferðin tókst vel og frábær reynsla fyrir okkar sundfólk að keppa á stóru móti erlendis. 

Ármenningar hafa einnig keppt með landsliðinu og framtíðarhóp á alþjóðlegum mótum á tímabilinu. Ylfa Lind Kristmannsdóttir hefur átt aftur frábært sundár og heldur áfram að slá met og bæta verðlaunum í safnið sitt. Hún keppti með landsliðinu á Evrópumeistaramóti unglinga sem haldið var í Slóvakíu og á Smáþjóðaleikunum í Andorra þar sem hún vann 2 gull, 1 silfur og 1 brons í einstaklingsgreinum auk þess sem hún fékk 1 gull í boðsundi. Alexander Ari Andrason var eini íslenski strákurinn sem keppti á NÆM í Færeyjum, þar sem hann vann bronsverðlaun í 200m flugsundi með 6 sekúndna bætingu. Alexander Ari keppti einnig á Taastrup Open í Danmörku á tímabilinu og vann 2 gull og 1 brons. Auk þess setti hann mótsmet í 50m flugsundi og er aðeins nokkrum sekúndubrotum frá bæði íslensku og sænsku aldursflokkametunum í greininni. Það er frábært að hafa svona góðar fyrirmyndir fyrir yngra sundfólkið okkar. 

Eins og áður munum við forskrá núverandi iðkendur til að tryggja þeim pláss á næsta sundári sem hefst í ágúst. Nokkrar breytingar verða á gjöldum og gjaldaliðum fyrir komandi tímabil og eru þær tilkomnar til að mæta betur kostnaðar við mót. Sunddeild Ármanns hefur ákveðið að fara þá leið sem önnur sundfélög hafa verið að gera undanfarið og sem tíðkast í öðrum íþróttagreinum en það er að taka upp þátttökugjald fyrir hvert mót. Þátttökugjald verður 3.500 kr. per mót til að dekka hluta af kostnaði við mótin. Með þessu munu þau sem synda á fleiri mótum borga meira, en sem hluti af þessari breytingu munu æfingagjöld hópa sem taka þátt í mótum ekki breytast á milli ára. Æfingagjöld hinna hópana hækka til samræmis við verðbólgu og launaþróun. 

Æfingagjöld fyrir næsta tímabil má sjá í töflu að neðan.

 

Haustönn 2025

Vorönn 2026

Buslarar

49.000 kr.

62.000 kr.

Svamlarar

49.000 kr.

62.000 kr.

Sporðar

54.500 kr.

69.000 kr.

Snorklarar

64.800 kr.

82.200 kr.

Kafarar 

82.200 kr. (4x per viku)

84.500 kr. (5x per viku)

85.700 kr. (6x per viku)

105.200 kr. (4x per viku)

106.800 kr. (5x per viku)

107.800 kr. (6x per viku)

Syndarar

84.500 kr. (4x per viku)

85.700 kr. (5x per viku)

86.700 kr. (6x per viku)

106.800 kr. (4x per viku)

107.800 kr. (5x per viku)

109.000 kr. (6x per viku)

Sæfarar

91.000 kr. (6x per viku)

94.800 kr. (9x per viku)

116.000 kr. (6x per viku)

120.200 kr. (9x per viku)

Þá hefur Sundsamband Íslands einnig tekið upp það fyrirkomulag að sundfólk sem keppir á mótum sem verða í Swimify og Splash (þ.m.t. SSÍ mótum) muna þurfa að kaupa "keppnispassa" frá SSÍ. Við munum selja keppnispassana sér í Abler, þannig að einungis þau sem keppa á opnum sundmótum þurfa að kaupa keppnispassa. Keppnispassinn kostar 6.351 kr. (6.000 kr sem við þurfum að greiða til SSÍ og 351 kr. í færslugjöld), en passinn gildir í eitt ár.

Að lokum vill stjórn Sunddeildar Ármanns þakka iðkendum, þjálfurum, aðstandendum, sjálfboðaliðum og öðrum sem tóku þátt í starfi sunddeildarinnar á liðnu sundtímabili. Stjórnin þakkar einnig stuðningsaðilum Sunddeildar fyrir stuðninginn á sundárinu.

Með ósk um frábært sumar og við hlökkum til að sjá ykkur í haust.

//

Dear all.

The swim year 2024-2025 has now concluded and the swimmers are on a well-deserved summer break. It has been a successful year for Ármann Swimming Club and great to see the swimmers progress at all levels, from children learning their first strokes in swim school to our elite competitors. 

Ármann Swimming Club was a large part of the Reykjavík team that came in third place at the national Junior Championships (AMÍ) in Akureyri after a hard fight with ÍRB for second place - only three points separated the teams at the end of the competition! 

Immediately after AMÍ the swimmers went to Stockholm to compete in the SPIF Summer Cup with swimmers from other Nordic and Baltic countries. The trip went very well, it was a great experience for our swimmers to compete in a big competition in another country. 

During the season cub members have also been part of the national team and national development team competing at international competitions. Ylfa Lind Kristmannsdóttir has had another fantastic year and continues to set records and add medals to her collection; she competed with the national team at the European Aquatics Junior Swimming Championships in Slovakia and at the Games of the Small States of Europe in Andorra where she won two golds, one silver and one bronze in individual races as well as one gold in the relay. Alexander Ari Andrason was the only male Icelandic swimmer who competed at the Nordic Youth Championships in the Faroe Islands, where he won bronze medal in 200m butterfly with a 6 second improvement to his PB. Alexander Ari also competed at the Taastrup Open in Denmark and won two golds and one bronze as well as setting a competition record in 50m butterfly, and he is now just a few hundredths of a second from beating both the Icelandic and Swedish records for 50m butterfly in his age category. It is amazing to have such good role models for our younger swimmers. 

As we have done in previous years we will pre-register current swimmers to guarantee them space in the groups in the new swim season which starts in August. There are a few changes to the price structure for the next season which are aimed to better meet the costs of taking part in competitions. Ármann Swimming Club has decided to follow the approach taken by other swimming clubs, and which is common in other sports, and implement a fee for taking part in each competition. The participation fee will be 3,500 kr. per competition to cover part of the costs of the competition. With this change, those who swim in more competitions will pay proportionately more, but in connection with this change the training fee for the groups that compete will not change from the past season. The training fee for the other groups will increase in line with inflation and wages.

The training fees for the coming season are in the table below.

 

Fall 2025 (Aug/Sept-Dec)

Spring 2026 (Jan-May/June)

Buslarar

49,000 kr.

62,000 kr.

Svamlarar

49,000 kr.

62,000 kr.

Sporðar

54,500 kr.

69,000 kr.

Snorklarar

64,800 kr.

82,200 kr.

Kafarar 

82,200 kr. (4x per week)

84,500 kr. (5x per week)

85,700 kr. (6x per week)

105,200 kr. (4x per week)

106,800 kr. (5x per week)

107,800 kr. (6x per week)

Syndarar

84,500 kr. (4x per week)

85,700 kr. (5x per week)

86,700 kr. (6x per week)

106,800 kr. (4x per week)

107,800 kr. (5x per week)

109,000 kr. (6x per week)

Sæfarar

91,000 kr. (6x per week)

94,800 kr. (9x per week)

116,000 kr. (6x per week)

120,200 kr. (9x per week)

Aquatics Iceland (SSÍ) has also implemented a system where all swimmers who compete in competitions that are in Swimify or Splash (including SSÍ competitions) will need to buy a “competition licence” from SSÍ. We will sell the competition licences separately in Abler so that only those people who compete in the relevant competitions need to buy the licence. The competition licence costs 6,351 kr. (6,000 kr that we need to pay to SSÍ and 351 kr. in payment transaction fees), and is valid for the swim season.

Finally the board would like to thank all swimmers, coaches, parents, guardians, volunteers and others who have taken part over the past year. The board also thanks the club’s sponsors for their support over the season. 

We wish you all a great summer and look forward to seeing you in the fall.