Fyrsta MÍ sumarsins utanhúss

Fyrsta MÍ sumarsins utanhúss

Meistaramót Íslands 11-14 ára utanhúss í frjálsum íþróttum fór fram á ÍR-vellinum helgina 14.-15. júní. Þar mættu Ármenningar öflugir til leiks og mörg náðu að bæta sig í hinum ýmsum greinum. Vert er að nefna að keppendur Ármanns í flokkum 12 ára pilta og 12 ára stúlkna náðu fyrsta sæti og þar með bikar í stigakeppninni. 

Sjá fleiri myndir frá mótinu á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildarinnar.