Stelpurnar hefja nýja árið á sigri

Stelpurnar hefja nýja árið á sigri

Meistaraflokkur kvenna hóf aftur keppni á nýju ári í gær þegar þær heimsóttu Fjölni í Grafarvoginn.

Leikurinn hélst jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta byggðu Ármannsstelpur upp gott forskot og sigldu heim öruggum sigri. Lokatölur 64-91 fyrir Ármanni. Ármann eru því enn ósigraðar í 1. deildinni og byrja nýja árið vel.

Jónína Þórdís skoraði 27 stig og tók 10 fráköst og Alarie Mayze var með 24 stig og 11 fráköst fyrir Ármann. Carlotta Ellenrieder tók 19 fráköst og skoraði 10 stig og Birgit Ósk Snorradóttir bætti við 15 stigum og 10 fráköstum. 

Ármann vann frákastabaráttuna 68-42 og munar mikið um það í svona leik.

Hjá Fjölni var Brazil Harvey-Carr með 20 stig og 15 fráköst og Aðalheiður María Davíðsdóttir var með 19 stig.

Næsti leikur hjá stelpunum verður 19. janúar í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Bónus deildarliði Hamars/Þórs.