Gleðileg jól - Merry Christmas

Gleðileg jól - Merry Christmas

Sunddeild Ármanns óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

 

Þetta er búin að vera annasöm haustönn hjá sunddeildinni - nýir iðkendur að byrja að æfa sund, og eldri iðkendur að halda áfram að bæta sig og hafa sett nokkur ný Ármannsmet á önninni. 

Við byrjuðum önnina með Haustmóti Ármanns þar sem 300 keppendur tóku þátt. Ármenningar stóðu sig virkilega vel og unnu til flestra verðlauna á mótinu og margir voru með góðar bætingar.

Eldri krakkarnir fóru í skemmtiferð í Bláfjöll í október þar sem gist var í skíðaskála félagsins, og það er einnig búið að vera allskyns hópefli í öllum æfingahópum yfir önnina.

Eftir velheppnað AMÍ í lok síðasta tímabils hafa reykvísku félögin haldið áfram að keppa á SSÍ mótum sem sameinað lið Reykjavíkur, og Ármenningar staðið sig vel á ÍM25 og bikarmóti.

Nokkrir Ármenningar hafa komið nýlega inn í framtíðarhóp. Ylfa Lind Kristmannsdóttir hefur haldið áfram að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum, og vann til brons í 200m baksundi í unglingaflokki á Norðurlandameistaramóti í byrjun desembers.

Jólamót Reykjavíkur var haldið í miðjan desember þar sem yngri iðkendur félaganna syntu sýningasund í stóra sundlauginni, eldri iðkendur syntu skemmtiboðsund, dansað var í kringum jólatré í lauginni og jólasveinar komu í heimsókn og veittu krökkunum glaðning.

 

Við þökkum fyrir samstarf og stuðning á árinu, og hlökkum til að sjá ykkur öll á næsta ári.

 

//

 

Ármann Swimming Club wishes everybody a very Merry Christmas and all the best for the coming year.

 

It has been a busy autumn semester for the swimming club - new swimmers have started training and older members continuing to improve with a number of new club records set this autumn.

We started the semester with the Ármann Autumn Swim Meet with 300 competitors taking part. The club’s swimmers performed very well and won the most medals at the meet with a number of swimmers improving their times.

The older children went to Bláfjöll in October to stay in the club’s ski hut, and there have been various team-building events in all of the training groups through the autumn.

After the success of AMÍ at the end of last season, the Reykjavík clubs have continued to compete as a combined Reykjavík team at national events, and Ármann club members have done well at the 25m national championships and the cup competition.

A number of club members have been selected for the national youth development squad, and Ylfa Lind Kristmannsdóttir has continued to represent Iceland at international events, winning bronze in 200m backstroke in the youth category at the Nordic Swimming Championships at the start of December.

The Reykjavík Christmas Swim Meet was held in mid-December with the younger members of the club showing their swimming skills in the big pool, the older swimmers doing a fun relay event, dancing around the Christmas tree in the pool, and yule lads popping in to give the children presents.

 

We thank you all for your co-operation and support during the past year, and we look forward to seeing everyone next year.