Sundfólki veittar viðurkenningar á afmæli Ármanns - Swimmers awarded prizes at Ármanns birthday celebrations

Sundfólki veittar viðurkenningar á afmæli Ármanns - Swimmers awarded prizes at Ármanns birthday celebrations

Afmæli Ármanns var haldið 15. desember í hátíðarsal Laugabóls, en glímufélaið var stofnað þann dag 1888. Viðurkenningar voru veittar til íþróttafólks fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2024 og merkjaveitingar fyrir starf í þágu félagsins.

 

Ylfa Lind Kristmannsdóttir var valin sundkona Ármanns og jafnframt veitt bronsheiðursmerki félagsins fyrir sérstök afrek á árinu, en hún vann til gull í bæði 100m og 200m baksundi á Norðurlandameistaramóti Æskunnar í sumar og brons í 200m baksundi í unglingaflokki á Norðurlandameistaramóti í byrjun desembers, auk þess setja mörg ný félagsmet á árinu.

 

Álfrún Lóa Jónsdóttir var valin efnilegasta sundkona Ármanns og einnig efnilegasta íþróttakona glímufélagsins, en hún hefur náð frábærum árangri á fjölmörgum mótum á árinu og unnið til fjölda verðlauna í ýmsum sundgreinum, auk þess að vera númer 1 í sínum árgangi á Íslandi í 50m, 100m og 200m bringusundi, 100m og 200m fjórsundi og 100m skriðsundi. Á Íslandsmeistaramótinu í nóvember náði hún 4. sæti í 200m bringu, 5. sæti í 50m bringu og 200m fjórsundi, og 6. sæti í 100m bringu og 100m fjórsundi í 18 ára og yngri flokki - allt þetta á 14. aldursári!

 

Þór Curtis var veitt bronsheiðursmerki fyrir sjálfboðaliðavinnu sína í gegnum árin, en hann hefur verið tæknistjóri sunddeildar í mörg ár og án hans starfs væri varla hægt að halda mót.

 

//

 

Ármann’s birthday celebrations were held in the function room Laugaból on 15 December, the same day the club was founded 136 years ago in 1888. Prizes were awarded to athletes for outstanding achievements in 2024, and recognition given for volunteer work on behalf of the entire sports club.

 

Ylfa Lind Kristmannsdóttir was chosen as Ármann swimmer of the year, and also awarded bronze honour for exceptional sporting achievement during the year. She won gold in both 100m and 200m backstroke at the Nordic Youth Championships in the summer, and bronze in the youth category at the Nordic Swimming Championships at the start of December as well as setting numerous club records during the course of the year.

 

Álfrún Lóa Jónsdóttir was chosen as most promising swimmer as well as most promising athlete in the whole sports club. She has excelled at various competitions during the year and won numerous medals as well as being number one in her age cohort in Iceland in 50m, 100m and 200m breaststroke, 100m and 200m medley and 100m freestyle. At the Icelandic championships in November she came 4th in 200m breaststroke, 5th in 50m breaststroke and 200m medley and 6th in 100m breaststroke and 100m medley in the under 18 category - at the age of 14!

 

Þór Curtis was awarded the club’s bronze honour for his contributions as a volunteer over the years. He has been the swimming department’s technology manager for many years and without his work it would hardly be possible to hold competitions.