Góð þátttaka á Aðventumóti Ármanns
Aðventumót Ármanns fór fram í Laugardalshöllinni um liðna helgi og þátttakan var góð. Keppt var í fjölþraut í flokkum 10-15 ára og í greinum í flokki fullorðinna á laugardeginum. Iðkendur 9 ára og yngri spreyttu sig svo á þrautabraut á sunnudeginum.
Ármenningar stóðu sig vel og náðu verðlaunasætum í flestum aldursflokkum í þrautakeppninni. Einnig náðu mörg góðum árangri í einstökum greinum. Má þar nefna Birgittu Steinunni Árnadóttur sem vann þrjár af fjórum greinum í flokki 10 ára stúlkna og bætti sig þar að auki. Már Ásgeirsson og Helgi Björnsson tóku efstu sætin í þremur af fjórum greinum í flokki 11 ára pilta og Már bætti sig þar að auki í öllum sínum greinum. Sigrún Lind Garðarsdóttir setti nýtt persónulegt met í langstökki þegar hún fór í fyrsta skipti yfir 5 metra (5,04m) og tók þar með 1. sætið í greininni í flokki 14 ára stúlkna.
Hermann Þór Ragnarsson hljóp 60m á 7,28 sek. sem var nýtt persónulegt met og dugði honum í 2. sætið í karlaflokki, og Stefán Pálsson vann 5000m hlaup karla á tímanum 16:09,38. Hekla Magnúsdóttir bætti sig í kúluvarpi með kast upp á 12,52m og endaði þar með í 1. sæti í kvennaflokki.
Sjá fleiri myndir frá mótinu hér.