Bæði lið Ármanns með sigra í kvöld

Bæði lið Ármanns með sigra í kvöld

Meistaraflokkar Ármanns unnu bæði flotta sigra í leikjum sínum í 1. deild kvenna og karla í kvöld.

Kvennaliðið lagði lið Stjörnunnar í Laugardalshöllinni örugglega og karlaliðið gerði góða ferð í Grafarvoginn og sóttu sigur gegn Fjölni.

Liðin sitja nú bæði á toppi 1. deildanna. Stelpurnar eru einar í toppsætinu en með sigra í 5 fyrstu leikjum sínum. KR eru líka ósigraðar en hafa leikið færri leiki. Karlaliðið deilir toppsætinu með Sindra sem en bæði lið hafa unnið 5 leiki og tapað einum á tímabilinu.

Alarie

Í Höllinni var sigur Ármanns aldrei í hættu. Þær byrjuðu af krafti og leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta. Þær juku muninn töluvert í öðrum leikhluta og náðu að halda liði Stjörnunnar í þægilegri fjarlægð út leikinn. Stelpurnar í Stjörnunni áttu þó fína spretti í leiknum og héldu áfram að spila af krafti allan leikinn. Þar eru á ferð ungar og efnilegar stelpur sem eru flinkar í körfubolta og eiga eflaust eftir að láta finna fyrir sér í framtíðinni. 

Jónína Þórdís var mjög öflug fyrir Ármann og var með þrennu í leiknum, 19 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Alarie Mayze var einnig með frábæran leik en hún skoraði 28 stig tók 17 fráköst og stal 8 boltum í leiknum. 

Nýr leikmaður Ármanns, Birgit Ósk Snorradóttir, kom sterk inn með 13 stig og 6 fráköst. Hún stal einnig 4 boltum og fiskaði 8 villur á Stjörnuna. Ljóst að hún mun styrkja liðið mikið.

Birgit 

Hjá Stjörnunni voru Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost og Sigrún Sól Brjánsdóttir atkvæðamestar. Ísey var með 17 stig og 10 fráköst og Sigrún skoraði 20 stig og tók 6 fráköst.

Allar fengu að spila í báðum liðum og stelpur úr 9. og 10. flokki sýndu að þær eru tilbúnar að láta til sín taka í þessum liðum.

Tölfræði leiks

Staðan í 1. deild kvenna

 

Leikur Ármanns og Fjölnis í 1. deild karla var jafn framan af en Ármann náði að leiða í hálfleik 45-50. Í þriðja leikhluta lagði Ármann grunninn að sigrinum með því að byggja upp góða forystu. Þeir náðu að halda forskotinu út seinni hálfleikinn þrátt fyrir að Fjölnir hafi náð að klóra töluvert í bakkann og minnka muninn. Lokatölur leiksins voru 87-93 fyrir Ármanni og fimmti sigur tímabilsins því í höfn.

Cedric

Leikmenn Ármanns dreifðu sem fyrr ábyrgðinni vel á milli sín. Cedric Bowen var stigahæstur Ármenninga með 29 stig og hann tók líka 10 fráköst. Arnaldur Grímsson skoraði 22 og tók 7 fráköst, Zach Naylor skoraði 16 og tók 17 fráköst. Adama Darboe var með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.

pass

Hjá Fjölni var Sigvaldi Eggertsson langatkvæðamestur með 30 stig og 13 fráköst. Lewis skoraði 16 og tók 9 fráköst og Arnþór Freyr skilaði 15 stigum. 

Staðan í 1. deild karla