Ármann sigraði Hamar

Ármann sigraði Hamar

Ármann vann mikilvægan sigur á Hamri í toppbaráttu 1. deildar karla í kvöld. Liðin voru jöfn í 1.-5. sæti deildarinnar fyrir leikinn með 3 sigra og 1 tap. Það var því mikil eftirvænting hjá báðum liðum fyrir þennan leik.

Pass

Hamar hóf leikinn vel og náðu forystu í byrjun. Það hitnaði vel í kolunum snemma þegar Fotios og Arnaldur voru að kljást undir körfunni. Arnaldur fékk tæknivillu en Fotios slapp en þetta atvik virtist kveikja vel í Ármanni sem hittu ótrúlega í fyrri hálfleik og sundurspiluðu Hamarsvörnina það sem eftir var hálfleiksins. Ármann voru með sýningu og skoruðu 75 stig í fyrri hálfleik gegn 50 stigum Hamars. Stigaskorið dreifðist mjög vel hjá Ármanni en hjá Hamri voru Jaeden King og Jose Medina að skora flest stigin.

Frosti
Seinni hálfleikur var jafnari og Ármann kólnaði aðeins en forskotið hélst þó vel framan af þar til dómarar leiksins sem áttu alls ekki góðan dag flautuðu Fotios og Adama Darboe út úr leiknum. Hamar gekk aðeins á lagið eftir þetta atvik, þá sérstaklega Jose Medina sem skoraði eða fann samherja ítrekað en það dugði ekki til því Ármann hitti alltaf reglulega úr mikilvægum skotum til að halda þeim í þægilegri fjarlægð. Lokatölur voru 121-108 fyrir Ármanni.

Zach

Arnaldur Grímsson var enn á ný frábær fyrir Ármann. Hann skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og stal 3 boltum. Adama Darboe var sérstaklega góður í fyrri hálfleik og endaði með 19 stig og 8 stoðsendingar á aðeins 21 mínútu.

Cedric Bowen var áreiðanlegur sem fyrr og skoraði 23 stig og tók 5 fráköst.

Það munaði mikið um að Zach Naylor mætti tilbúinn í þennan leik. Hann skoraði 25 stig og tók 11 fráköst og sýndi hvað hann getur gert fyrir liðið. 

Zach

Hjá Hamri var Jose Medina langstigahæstur með 35 stig. Jaeden King skoraði 22 stig en átti ekki góðan leik annars. Ragnar Natanielsson var með 17 stig og 9 fráköst og Lúkas Aron Stefánsson skoraði 15 stig.