Skemmtilegt æfingamót hjá 1.-4. bekk

Skemmtilegt æfingamót hjá 1.-4. bekk

Ármann hélt skemmtilegt æfingamót á sunnudaginn fyrir krakka í 1.-4. bekk sem æfa hjá körfubolta hjá Ármanni.

Mótið fór fram í Laugardalshöllinni og tókst vel til. Krakkar úr 8. bekk sáu um dómgæslu og buðu upp á stórglæsilega sjoppu. Þau eru að safna sér fyrir keppnisferð til Spánar næsta sumar.

Krakkarnir í 1.-2. bekk byrjuðu daginn. Mörg þeirra voru að keppa í fyrsta sinn og því gott að geta byrjað á einu léttu æfingamóti. 

Á eftir þeim komu krakkar í 3.-4. bekk og héldu fjörinu áfram.

Allir sýndu mikla leikgleði og það var mjög gaman að fylgjast með krökkunum spila í Höllinni.

Eftir mót fengu svo allir smá glaðning.

Grétar Már Axelsson tók skemmtilegar myndir á mótinu sem má skoða hér: Æfingamót

1.-2. bekkur

3.-4. bekkur

3.-4.kvk