Fyrsta mót haustsins í endurbættri Laugardalshöll
Á laugardaginn 5. október voru bronsleikar ÍR haldnir í Laugardalshöll og var það fyrsta mót haustsins sem var haldið eftir að nýtt gólfefni var komið á í höllinni. Iðkendur á aldrinum 6-11 ára voru því fyrstir til að keppa á nýja gólfefninu og Ármenningar fjölmenntu að vanda á mótið. Hvort sem það hafi verið gólfefninu að þakka eða ekki þá náðu mörg að bæta sig og byrja þannig veturinn af krafti.