Ármenningur keppti á Paralympics í París
Ingeborg Eide Garðarsdóttir, sem æfir frjálsar hjá Ármanni, hefur lokið keppni á Paralympics í París. Hún var eini íslenski keppandinn sem keppti í frjálsum íþróttum, nánar tiltekið í kúluvarpi, og hún endaði í 9. sæti með kast upp á 9,36m. Kastið dugði ekki til að komast áfram í úrslit en við erum gríðarlega stolt af Ingeborg og hlökkum til að fylgjast með henni áfram næstu árin.
Á vefsíðu Hvata er hægt að lesa meira um Ingeborg á Paralympics í París.