Búið að opna fyrir skráningar í frjálsar
Nú er hægt að skrá sig í frjálsar íþróttir hjá Ármanni fyrir haustönnina. Æfingatímabilið byrjar mánudaginn 2. september. Skráning fer fram í gegnum Sportabler: Armann Frjálsar | Shop | Abler
Iðkendur í 1.-4. bekk geta valið að æfa einu sinni eða tvisvar í viku, iðkendur í 5.-8. bekk geta valið að æfa einu sinni, tvisvar eða þrisvar í viku, og iðkendur í 9.-10. bekk geta valið að æfa allt að fjórum sinnum í viku.
Hlökkum til að taka á móti öllum sem vilja æfa frjálsar í vetur.