Sumarið fer vel af stað í frjálsum

Sumarið fer vel af stað í frjálsum

Frjálsíþróttakappar Ármanns hafa náð góðum árangri á fyrstu mótum sumarsins. Tómas Ari Arnarsson tók þátt í norðurlandamótinu U18 í þraut sem haldið var á ÍR-vellinum helgina 15.-16. júní s.l. og endaði í fjórða sæti með 6331 stigum og átta persónuleg met.

Flottur hópur Ármenninga tók svo þátt í MÍ 15-22 ára á Selfossi núna um helgina og margir náðu að verða Íslandsmeistarar eða ná nýjum bætingum.

Hlökkum til að fylgjast áfram með okkar fólki í sumar.