Íslandsmeistaramót unglinga og öldunga 2024
Helgina 4. og 5.maí var haldið Íslandsmeistaramót unglingaflokka þ.e subjunior 14-18 ára og junior 19-23 ára og Íslandsmeistaramót öldungaflokka M1 40-49 ára, M2 50-59 ára, M3 60-69 ára og M4 70+. Mótshaldari var Lyftingadeild Stjörnunnar og fór mótið fram í glæsilegri aðstöðu félagsins. Mótið var fjölmennasta kraftlyftingamót sem haldið hefur verið á Íslandi og voru um 100 keppendur skráðir til leiks. Allt mótahald var til fyrirmyndar og þökkum við Lyftingadeild Stjörnunnar kærlega fyrir frábært mót.
Lyftingadeild Ármanns átti 15 keppendur á mótinu 4 í öldungaflokki og 11 í unglingaflokki.
Helstu niðurstöður mótsins eru:
Ragnar Ingi Ragnarsson (08) keppti í -66 kg flokki subjr. Hann átti frábært mót og bætingar og Íslandsmet í öllum greinum.
Hnébeygja 173 kg, Íslandsmet í Subjr og jr flokki og 13 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 120 kg, tvíbætti Íslandsmetið í subjr og jr flokki sem hann átti sjálfur og 9.5 kg bæting frá síðasta móti
Réttstöðulyfta 218 kg og Íslandsmet í opnum flokki, subjr og jr og 15 kg bæting frá síðasta móti. Samanlagður árangur 511 kg sem er Íslandsmet í subjr og jr flokki og 37,5 kg bæting frá síðasta móti. 1.sæti í flokknum. Ragnar varð einnig stigahæsti subjr karla á mótinu.
Grímur Nói Pétursson (08) keppti í -74 kg flokki subjr. Hann átti mjög gott mót og bætingar í öllum greinum.
Hnébeygja 120 kg, 5 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 105 kg, 15 kg bæting frá síðasta móti.
Réttstöðulyfta 150 kg og jöfnun á besta árangri.
Samanlagður árangur 375 kg sem er 20 kg bæting frá síðasta móti. 4.sæti í flokknum.
Andrés Þór Jóhannsson (06) keppti í -83 kg flokki subjr. Hann var aðeins frá sínu besta en náði fram bætingum í tveimur greinum.
Hnébeygja 155 kg
Bekkpressa 110 kg og 2,5 kg bæting frá síðasta móti
Réttstöðulyfta 210 kg sem er 5 kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 475 kg. 2.sæti í flokknum.
Kristófer Máni Sveinsson (06) keppti í -83 kg flokki subjr. Hann keppti í léttari þyngdarflokk en á síðustu mótum og átti ágætt mót.
Hnébeygja 145 kg
Bekkpressa 85 kg
Réttstöðulyfta 170 kg
Samanlagður árangur 400 kg og 4.sætið í flokknum.
Þórður Skjaldberg (06) keppti í -105 kg flokki subjr. Hann var aðeins frá sínu besta en átti gott mót.
Hnébeygja 196 kg sem er bæting um 0,5 kg frá síðasta móti og Íslandsmet sem þó var slegið skömmu síðar.
Bekkpressa 145,5 kg, bæting um 0,5 kg og Íslandsmet í subjr.
Réttstöðulyfta 212,5 kg
Samanlagður árangur 554 kg og 1.sæti í flokknum.
Kolbeinn Óli Gunnarsson (06) keppti í -105 kg flokki subjr. Hann átti mjög gott mót og flottar bætingar.
Hnébeygja 172,5 kg sem er 7,5 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 110 kg.
Réttstöðulyfta 200 kg sem er 10 kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 482,5 kg sem er 17,5 kg bæting frá síðasta móti og 3.sæti í flokknum
Marcos Pérez Valencia (01) keppti í -83 kg flokki junior. Hann átti virkilega gott mót og bætingar í öllum greinum.
Hnébeygja 222,5 kg og 10 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 115 kg og 7,5 kg bæting frá síðasta móti.
Réttstöðulyfta 245 kg og 10 kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 582,5 kg sem er 27,5 kg bæting frá síðasta móti og 2.sætið í flokknum.
Snorri Steinn Ingólfsson (04) keppti í -83 kg flokki junior. Hann átti mjög gott mót og bætingar í öllum greinum.
Hnébeygja 170 kg sem er 15 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 110 kg sem er 7,5 kg bæting frá síðasta móti.
Réttstöðulyfta 215 kg sem er 25 kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 495 kg sem er 47,5 kg bæting frá síðasta mót og 5.sætið í flokknum.
Ívar Máni Hrannarsson (05) keppti í -83 kg flokki junior. Hann átti mjög gott mót og bætti sig í öllum greinum.
Hnébeygja 137,5 kg sem er 17,5 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 95 kg sem er 2,5 kg bæting frá síðasta móti.
Réttstöðulyfta 162,5 kg sem er 10 kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 395 kg sem er 30 kg bæting frá síðasta móti og 6.sætið í flokknum.
Aðalsteinn Þorsteinsson (05) keppti í -105 kg flokki junior. Hann átti frábært mót og miklar bætingar.
Hnébeygja 192,5 kg sem er 35 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 100 kg sem er bæting um 12,5 kg frá síðasta móti.
Réttstöðulyfta 220 kg sem er 35 kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 512,5 kg sem er 82,5 kg bæting frá síðasta móti og 5.sætið í flokknum.
Gunnar Pálmi Snorrason (05) keppti í -120 kg flokki junior. Hann átti frábært mót með miklar bætingar.
Hnébeygja 235 kg sem er 35 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 120 kg sem er 10 kg bæting frá síðasta móti.
Réttstöðulyfta 240 kg sem er 40 kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 595 kg sem er 85 kg bæting frá síðasta móti og 3.sætið í flokknum.
Sigríður Sigurjónsdóttir (83) keppti í +84 kg flokki M1. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti fyrir Ármann og átti flott mót.
Hnébeygja 70 kg
Bekkpressa 60 kg
Réttstöðulyfta 120 kg
Samanlagður árangur 250 kg og 1.sæti í flokknum.
Þórunn Brynja Jónasdóttir (74) keppti í -84 kg flokki M2. Hún átti mjög gott mót og bætingar og Íslandsmet í öllum greinum.
Hnébeygja 137,5 kg, tvíbætti Íslandsmetið sem hún átti sjálf og 5 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 87,5 kg, tvíbætti Íslandsmetið sem hún átti sjálf og 2,5 kg bæting frá síðasta móti.
Réttstöðulyfta 150,5 kg, Íslandsmet og 3 kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 375,5 kg sem er Íslandsmet og 1.sæti í flokknum.
Eiríkur Benedikz (72) keppti í -83 kg flokki M2. Hann átti mjög gott mót
Hnébeygja 150 kg sem er 7,5 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 77,5 kg
Réttstöðulyfta 170 kg sem er jöfnun á besta árangri.
Samanlagður árangur 397,5 kg sem er 5 kg bæting frá síðasta móti.
Helgi Briem (62) keppti í -93 kg flokki M3. Hann átti ágætt mót og nældi í nokkur Íslandsmet.
Hnébeygja 170 kg sem er Íslandsmet í M3 og 5 kg bæting frá síðasta móti.
Bekkpressa 120 kg
Réttstöðulyfta 218 kg sem er Íslandsmet í M3 og 5,5, kg bæting frá síðasta móti.
Samanlagður árangur 508 kg sem er Íslandsmet í M3 og 1.sæti í flokknum
Á mótinu voru tveir dómarar frá Ármanni, þær Gunnur Vilborg og Þórunn Brynja.
Fjöldi aðstoðarmanna kom frá félaginu og voru keppendum innan handar á mótinu og fá þeir bestu þakkir.
Það er óhætt að segja að það sé mikill kraftur í félaginu og þá sérstaklega í unglingaflokki karla.
Áfram Ármann