Margir Ármenningar komust á pall
Reykjavíkurmeistaramót 11-14 ára var haldið í Laugardalshöll um helgina. Þar kepptu iðkendur frá Reykjavíkurfélögunum Ármanni, Fjölni og ÍR. Ármenningar náðu góðum árangri á mótinu og margir komust á pall, eins og þær Ragna Tryggvadóttir, Aría Bergmann Hauksdóttir og Steinunn Katla Bjarkadóttir sem náðu 1., 2. og 3. sæti í 60m hlaupi stúlkna í 11 ára flokki.