
Árni ánægður með sætan sigur á Ægi
ÍR tók á móti öflugu liði Ægis í lokaleik 10. umferðar Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Fyrir leik sat ÍR í 7. sæti deildarinn með 11 stig í fyrstu 9. umferðum mótsins en Ægir í því þriðja með 22 stig. Leikurinn var því afar mikilvægur báðum liðum.
Ægir komst yfir á 24. mínútu með marki frá Dimitrije Cokic en Jogen Petterson jafnaði metin á 37. mínútu. Bergvin Fannar kom heimamönnum síðan yfir á 52. mínútu en Stefan Dabetic jafnaði fyrir gesti um þegar um 15 mínútur liðu leiks.
Allt stefndi í liðin myndu skilja jöfn þar til á síðustu augnablikum leiksins þegar boltinn datt fyrir framan Óliver Elís sem renndi honum í netið hjá Ivaylo Yanachkov, markverði Ægi, og tryggði ÍR sætan sigur á sterku liði Ægis.
Árni þjálfari var ánægur með sigurinn en hægt er að horfa á viðtalið við hann hér