Bikarmót í klassískum kraftlyftingum og bikarmót í bekkpressu í búnaði 2024

Bikarmót í klassískum kraftlyftingum og bikarmót í bekkpressu í búnaði 2024

Laugardaginn 6.apríl fóru fram bikarmeistaramót í íþróttahúsinu í Digranesi. Mótshaldari var kraftlyftingadeild Breiðabliks og var mótaumgjörð og skipulag til fyrirmyndar.
Við í Lyftingadeild Ármanns áttum 7 keppendur á mótinu og voru helstu niðurstöður mótsins eftirfarandi.
Í bekkpressu í búnaði áttum við 2 keppendur:
Jón Sigurður Gunnarsson (Nonni) (92) keppti í -59 kg flokki karla. Hann tók seríuna 125 kg – 135 kg-140 kg. Allar lyfturnar hans voru Íslandsmet í opnum flokki. Hjartanlega til hamingju með Íslandsmetin. Nonni var annar stigahæsti karlinn á mótinu.
Þórunn Brynja Jónasdóttir (74) keppti í -84 kg flokki Master 2 kvenna. Hún opnaði á 105 kg lyftu sem var Íslandsmet í Master 2, síðan tók hún 115,5 kg sem var bæting á Íslandsmetinu í Master 2 en líka Íslandsmet í Master 1. Að lokum gerði hún tilraun til að lyfta 122,5 kg sem fóru ekki upp þann daginn. Þórunn var stigahæsta kona mótsins.
Í klassískri þrílyftu í kraftlyftingum áttum við svo 5 keppendur. 4 karla og 1 kona:
Sofia Krasovskaya (92) keppti í -69 kg flokki kvenna. Hún átti mjög gott mót með 7 gildar lyftur af 9. Í hnébeygju tók hún seríuna 102,5 kg-107,5 kg, hún reyndi svo við 110 kg í þriðju lyftu sem reyndust aðeins of þung þann daginn. Í bekkpressu opnaði hún öruggt á 60 kg, tók svo 65 kg af miklu öryggi, reyndi svo við 70 kg í þriðju lyftu sem fóru ekki upp. Í réttstöðulyftu tók hún seríuna 110-117,5-120 kg allt góðar og gildar lyftur. Samanlagður árangur var 292,5 kg og annað sætið í flokknum. Frábær árangur hjá Sofia.
Magnús Dige Baldursson (87) keppti í -105 kg flokki karla. Hann átti virkilega flott mót með 8 lyftur gildar. Í hnébeygju opnaði hann öruggt á 180 kg, tók svo 190 kg, hann fór að lokum í 200 kg í þriðju lyftu en fékk hana því miður ógilda á tækniatriði. Í bekknum átti hann frábæra syrpu 107,5 kg-112,5 kg og 117,5 kg allt gildar lyftur. Í réttstöðulyftu tók hann 192,5-207,5-217,5 kg af miklu öryggi. Frábær dagur hjá Magnúsi og 2.sætið í flokknum.
Baldur Freyr Óskarsson (85) keppti í +120 kg flokki karla. Hann átti mjög flott mót með 8 gildar lyftur. Í hnébeygju opnaði hann á 200 kg, í annarri lyftu fór hann í 210 kg og reyndi svo 220 kg sem náðust ekki þann daginn. Í bekknum átti hann frábæra syrpu 137,5-145-150 kg. Í réttstöðulyftunni átti hann einnig glæsilega syrpu 200-220-240 kg. Samanlagður árangur 600 kg sem er frábær árangur og 3.sætið í flokknum. Virkilega flott mót hjá Baldri.
Andrés Þór Jóhannsson (06) keppti í -83 kg flokki sub junior karla. Hann átti verulega gott mót með persónulegar bætingar í öllum lyftum. Í hnébeygju opnaði hann á 160 kg, tók 170 kg í annarri en sleppti þriðju tilraun. Í bekkpressu opnaði hann á öruggri 100 kg lyftu, tók svo 107,5 kg og reyndi að lokum við 115 kg sem voru aðeins of þung. Í réttstöðulyftu tók hann 205 kg í fyrstu lyftu, reyndi svo tvisvar við 212,5 kg og var mjög nálægt því að ná þeim þannig það kemur á næsta móti. Samanlagður árangur var 482,5 kg og 1.sætið í flokknum. Þess má geta að á rétt rúmu einu ári hefur Andrés bætt samanlagðan árangur sinn um 107,5 kg. Vel gert Andrés.
Þórður Skjaldberg (06) keppti í -105 kg flokki sub junior karla. Hann átti frábært mót og hlóð inn Íslandsmetum. Í Hnébeygju opnaði hann létt á 180 kg lyftu, tók síðan 190 kg og setti svo Íslandsmet í þriðju lyftu þegar hann lyfti 195,5 kg. Í bekkpressu opnaði hann á nýju Íslandsmeti þegar hann lyfti 135,5 kg, hann tvíbætti svo sitt eigið Íslandsmet þegar hann lyfti 141 kg og að lokum 145 kg. Í réttstöðulyftu opnaði hann á 210 kg og lyfti svo 220 kg, í þriðju lyftu reyndi hann við nýtt Íslandsmet með 225,5 kg lyftu en fékk hana því miður dæmda ógilda. Samanlagður árangur var 560,5 kg sem er einnig Íslandsmet í samanlögðum árangri og 1.sætið í flokknum. Innilega til hamingju með öll Íslandsmetin.
Félagið átti einnig 2 dómara á mótinu þær Gunni Vilborgu og Þórunni Brynju sem voru félaginu til sóma.
Aðstoðarmenn keppenda voru Helgi Briem, Herbert Vilhjálmsson, Snorri Steinn, Davíð Ingólfur og svo fengum við liðsinni Ingimundar Björgvinssonar í KFR
Frábær dagur hjá okkar fólki.
Áfram Ármann
Myndataka