Ármenningar á bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri
Ármenningar átti frábært lið í bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram fór í Kaplakrika í dag, 17. mars. Til marks um það er að karlalið Ármanns endaði í 3. sæti með 54,0 stig, kvennaliðið í 5. sæti með 47,0 stig og samtals dugði það í 6. sæti (101,0 stig).
Það ber að nefna að Arnar Logi Henningsson setti mótsmet í 300m hlaupi pilta þegar hann hljóp á 38,54 sek. Aðrir keppendur bættu sinn persónulega árangur í ýmsum greinum. Gaman að fylgjast með þessum flotta hópi keppa fyrir Ármann.