Mikið um bætingar á MÍ í fjölþrautum og eldri aldursflokkum
Þrír Ármenningar tóku þátt í MÍ í fjölþrautum sem haldið var í Laugardalshöllinni um síðastliðnu helgi. Það voru þau Hekla Magnúsdóttir, Karl Sören Theodórsson og Tómas Ari Arnarson. Hekla bætti sig í 800m hlaupi og kúluvarpi og Karl Sören í öllum greinum fimmtarþrautarinnar nema 800 hlaupi. Tómas Ari bætti sig í öllum greinum sjöþrautarinnar nema kúluvarp og hann náði þar að auki 1. sæti í 60m hlaupi, 60m grind, 1000m hlaupi, hástökki og langstökki og þar með einnig í stigakeppninni í sínum aldursflokki.
Það fór líka fram MÍ í eldri aldursflokkum á sama tíma og átti Ármenningar þar fjórir fulltrúar: Kristján Jónsson og Michel Thor Masselter sem báðir kepptu í flokki 30-34 ára karla, Hulda Sigurjónsdóttir sem keppti í flokki 35-39 ára kvenna og Halldór Matthíasson sem keppti í flokki 70-74 ára karla. Halldór keppti meðal annars í stangarstökki og náði þar að stökkva 2,20m. Hulda keppti í kúluvarpi og náði þar flott kast upp á 9,06m. Kristján keppti í 60m hlaupi og 200m hlaupi en Michel var í millivegalengdunum 800m og 3000m hlaupi. Hann náði glæsilegum árangri í því síðastnefnda þegar hann hljóp á tímanum 13:45,15 sem var önnur bætingin hans í ár og jafnframt nýtt Íslandsmet í hans flokki. Vel gert, Michel!
Sjá fleiri myndir frá mótinu hér.