Flottir iðkendur og sjálfboðaliðar á MÍ 11-14 ára
Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll um helgina 10.-11. febrúar. Þar kepptu flottir iðkendur fyrir Ármann og sjálfboðaliðar Ármanns stóðu vaktina til fyrirmyndar við framkvæmd mótsins.
Árangur iðkenda á mótinu létu ekki á sig standa. Þar má nefna Kolbein Þorleifsson (á myndinni) sem lenti í 3. sæti í þrístökki í flokki 14 ára pilta með stökk upp á 9,85m sem var nýtt persónulegt met hjá honum. Sigrún Lind Garðarsdóttir endaði í 2. sæti í hástökki stúlkna 13 ára en hún stökk jafn hátt og sigurvegarinn, 1,44m, og einungis fjöldi tilrauna gat skorið úr um úrslitin. Már Ásgeirsson tók fyrsta sætið í fjölþraut pilta 11 ára með 202 stig og stóð sig frábærlega í öllum greinum fjölþrautarinnar. Halldór Kossi Ange Tryggvason varð í 1. sæti í 60m hlaupi pilta með tímann 8,72 sek.
Svo náðu sveitir Ármanns góðum árangri í 4x200m blönduðu boðhlaupi í öllum aldursflokkum: 2. sæti í flokkum 11 og 12 ára og 3. sæti í flokkum 13 og 14 ára.
Sjá fleiri myndir frá mótinu hér.