Ármann Reykjavíkurmeistari í sundi annað árið í röð - Ármann Swimming Club are Reykjavík champions for the second year in a row
Ármenningar stóðu sig frábærlega þegar sundmenn félagsins öttu kappi við kollega sína úr sundfélögum Reykjavíkur á Reykjavíkurmeistaramóti SRR sem haldið var í Laugardalslaug 12. og 13. janúar 2024. Ármenningar sigruðu mótið örugglega og fengu 1425 stig, 363 stigum fleiri en Ægir sem varð í öðru sæti. Ármann varð þar með Reykjavíkurmeistari í sundi annað árið í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist í sögu Ármanns.
Á Reykjavíkurmeistaramótinu unnu sundmenn Ármanns alls 70 Reykjavíkurmeistara titla. Fimm Ármenningar urðu stigahæstu einstaklingar í sínum aldursflokki. Það voru þau Hólmar Loki Ragnarsson í 12-13 ára, Ágústa Elly Kristinsdóttir í 12-13 ára, Stefán Hagalín Árnason í 14-15 ára, Ylfa Lind Kristmannsdóttir í 16- 17 ára og Þórey Ísafold Magnúsdóttir Proppé í flokki fatlaðra. Þá var Ylfa Lind Kristmannsdóttir valin sundkona Reykjavíkur annað árið í röð.
Eitt Ármannsmet var slegið þegar Þröstur Ingi Gunnsteinsson synti 50m flugsundi á tímanum 26.71. Hann bætti þar með 21 árs gamalt met Ara Gunnarssonar.
Áfram Ármann!
//
On 12 and 13 January 2024 the Reykjavík Swimming Championships were held in Laugardalslaug. Ármann’s competitors swam well to win the championships with 1425 points, which was 363 more points than Ægir in second place. Ármann has now successfully defended its title and won the championships for the second year in a row for the first time in the club’s history.
Swimmers from Ármann were Reykjavík champions in 70 events at the championships. Five club members were also the swimmers with the most points in their age groups: Hólmar Loki Ragnarsson in 12-13 year old boys, Ágústa Elly Kristinsdóttir in 12-13 year old girls, Stefán Hagalín Árnason in 14-15 year old boys, Ylfa Lind Kristmannsdóttir in 16-17 year old girls and Þórey ísafold Magnúsdóttir Proppé in the para-athlete category. Ylfa Lind Kristmannsdóttir was also awarded the title of Reykjavík female swimmer of the year for the second year running.
One club record was broken at the event; Þröstur Ingi Gunnsteinsson swam 50m butterfly in 26.71 seconds to break Ari Gunnarsson’s record which has stood for 21 years.
Áfram Ármann!