Líf og fjör á Stórmóti ÍR

Líf og fjör á Stórmóti ÍR

Ármenningar tóku að venju þátt í fjörinu á Stórmóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll um helgina 20.-21. janúar. Margir komust á verðlaunapall og gaman var að sjá hvað yngstu iðkendur stóðu sig vel.

Má þar nefna að Ármenningar náðu bæði 2. o.g 3. sæti í 60m hlaupi í 9-10 ára flokki.  En Birgitta Steinunn Arnórsdóttir hljóp á 10,29 sek. og Þorsteinn Ari Þórarinsson hljóp á 10,32 sek. Einnig náðu Ármenningar 2. og 3. sæti í langstökki í 9-10 ára flokki þar sem Birkir Atli Sveinbjörnsson stökk 3,54m og Þorsteinn Ari Þórarinsson 3,37m. Hildur María Magnúsdóttir náði 3. sæti í fimmtarþraut 12 ára stúlkna með 3232 stig og Már Ásgeirsson tók sömuleiðis 3. sætið í fimmtarþraut 11 ára pilta með 3987 stig.