Mótsmet og persónuleg met á MÍ 15-22 ára

Mótsmet og persónuleg met á MÍ 15-22 ára

Um helgina 13.-14. janúar fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í Laugardalshöll. Þar tóku Ármenningar þátt af fullum krafti og náðu að slá eitt mótsmet og mörg persónuleg met.

Arnar Logi Henningsson bætti sig meðal annars í 300m hlaupi (39,31sek.) og Jörundur Þór Hákonarson í 60m grind (9,63sek.) og náðu þeir báðir 2. sæti í þessum greinum í 15 ára flokki pilta.

Hekla Magnúsdóttir bætti sig í kúluvarpi (11,93m) og náði þar 2. sæti í flokki 18-19 ára stúlkna en hún tók einnig þátt í sveit Ármanns í 4x200m boðhlaupi ásamt þeim Herdísi Örnu Úlfarsdóttur, Þorbjörgu Guðnýju Ásbjarnardóttur og Kolku Fenger Alexander og náði 3. sæti í þessum aldursflokki.

Karl Sören Theodórsson og Magnús Atlason náðu báðir 1. sæti í stangarstökki í sínum aldursflokkum en Karl Sören setti þar að auki mótsmet í flokki 15 ára pilta með stökk upp á 3,50m.

Hermann Þór Ragnarsson náði 1.sæti í bæði 200m og 400m hlaupi 18-19 ára pilta og Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson náði sömuleiðis 1. sæti í þessum greinum í 20-22 ára flokki pilta. Þar að auki vann hann 60m hlaupið í sínum flokki þegar hann hljóp á 7,17 sek.

Sjá fleiri myndir frá degi 1 á mótinu og degi 2.