Silfurleikar ÍR í Laugardalshöllinni
Silfurleikar ÍR voru haldnir í Laugardalshöllinni laugardaginn 18. nóvember s.l. Þar tók fjöldi Ármenninga á aldrinum 17 ára og yngri þátt ýmist í þrautabraut, fjórþraut, fimmtarþraut eða völdum greinum. Margir fóru heim með verðlaunapening um hálsinn eða nýtt persónulegt met. Og liðsandinn var góður eins og sjá má af myndinni.