Góður árangur í yngri flokkum á MÍ í víðavangshlaupum

Góður árangur í yngri flokkum á MÍ í víðavangshlaupum

Ármenningar í flokki 12 ára og yngri og 13-14 ára flokki fjölmenntu á MÍ í víðavangshlaupum sem haldið var í Laugardalnum síðastliðinn laugardag 21. október. Árangurinn lét ekki á sér standa. Í flokki pilta 12 ára og yngri náði Svavar Óli Stefánsson 2. sæti. Í flokki 13-14 ára náðu Ármenningar 2. og 3. sæti bæði í flokki pilta og stúlkna: Margrét Lóa Hilmarsdóttir og Arnar Logi Henningsson voru bæði í 2. sæti og Sigrún Ósk Hallsdóttir og Karl Sören Theodórsson voru bæði í 3. sæti.

Þar að auki unnu sveitir Ármanns liðakeppninni í flokkum pilta 12 ára og yngri og 13-14 ára og sveitir stúlkna í sömu aldursflokkum náðu 2. sæti. Það verður gaman að fylgjast með þessum ungu og efnilegu hlaupurum á komandi árum.