Háspenna í Höllinni
Meistaraflokkur karla mátti þola erfitt tap í háspennuleik gegn Þrótti Vogum í 1. deild karla síðasta föstudagskvöld.
Strákarnir okkar voru ekki að ná saman varnarlega í fyrri hálfleik og réðu ekkert við Tylin Lockett hjá gestunum sem hitti vel fyrir utan og komst ítrekað í gegnum vörn Ármanns. Undir lok seinni hálfleiks ákvað Steinar Kaldal, þjálfari að skipta yfir í 2-3 svæðisvörn og þá fyrst fór sóknarleikur Þróttara að hiksta. Hálfleikstölur voru 42-56 fyrir Þrótti Vogum.
Ármenningar komu mun einbeittari í seinni hálfleikinn og héldu áfram í svæðisvörninni það sem eftir var leiks. Ármann saxaði jafnt og þétt á forskotið og komust yfir þegar Egill Jón Agnarsson hitti tveimur vítaskotum og 25 sekúndur voru eftir af leiknum. Því miður fengu Þróttur Vogum tvö víti í næstu sókn sem Tylin Lockett setti ofan í þegar 6 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Ármann kom boltanum í hendur Austin Bracey sem hafði hitt vel í seinni hálfleik og hann náði að finna Ingimund Orra sem skapaði sér nokkuð opið þriggja stiga skot á lokasekúndunni en því miður geigaði skotið og Þróttur Vogum sluppu með sigurinn.
Strákarnir fá ekki langa pásu því að þeir mæta KR b í bikarleik á sunnudag.
Grétar Már Axelsson var á leiknum og tók þessar myndir. Fleiri myndir má sjá hér: https://1drv.ms/f/s!AiLnwbGw53A1gsBRzwWIJSqDGmT2Pg