Íslandsmeistaramót í poomsae (tækni)
Íslandsmeistaramót í poomsae (tækni) var haldið laugardaginn 14. október í íþróttahúsinu Fagralundi. Ármenningar áttu þrjá keppendur á mótinu; þá Eyþór Atla, Pétur Val og Sebastian Smári. Eyþór Atli keppti í þremur greinum í sínum aldursflokki og vann til verðlauna í þeim öllum. Hann varð Íslandsmeistari í einstaklings poomsae, vann til silfurverðlauna í para poomsae með Jenný úr Fram og varð síðan Íslandsmeistari í hópa poomsae með Orra og Agli úr TKO. Þá var Eyþór Atli valinn maður mótsins.
Pétur Valur keppti í tveimur greinum í sínum aldursflokki og vann báðar greinar, hann er því Íslandsmeistari í einstaklings poomsae og para poomsae með Aþenu í Aftureldingu.
Sebastian Smári var að keppa á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti og keppti í tveimur greinum, einstaklings og hópa poomsae. Hann varð í þriðja sæti í hópa poomsae með Arnari Frey og Nojus úr Fram. Því miður komst hann ekki á pall í einstaklings poomsae en það var stærsti flokkur mótsins og stóð hann sig mjög vel.
Við erum mjög stolt af góðum árangri okkar manna og óskum þeim öllum þremur innilega til hamingju.