Fyrsta mót vetrarins hjá yngstu iðkendum
Á laugardaginn fór fram fyrsta mót vetrarins hjá yngstu iðkendum í frjálsum íþróttum. Það voru Bronsleikar ÍR sem voru haldnir í Laugardalshöllinni og keppendur frá Ármanni létu sig ekki vanta. Keppt var í fjölþraut 7 ára og yngri og 8-9 ára og í fjórþraut 10-11 ára. Mörg voru skiljanlega ánægð með fyrsta verðlaunapeninginn sinn.