Góð mæting á kynningum á starfi frjálsíþróttadeildar

Góð mæting á kynningum á starfi frjálsíþróttadeildar

Í dag voru haldnir kynningarfundir fyrir foreldra iðkenda í 1.-10. bekk hjá frjálsíþróttadeild Ármanns. Góð mæting var á fundunum en þar fór Örvar Ólafsson ásamt öðrum þjálfurum yfir skipulag starfsins í vetur og kynnti helstu mót og viðburði sem framundan eru. Það er margt spennandi framundan og starf vetrarins fer vel af stað. 

Búið er að uppfæra upplýsingar um þjálfara hér á heimasíðunni. Upplýsingar um æfingagjöld má finna á Sportabler.