Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum var haldið í Lillestrøm í Noregi helgina 16. og 17. september. Við Ármenningar áttum þrjá keppendur á mótinu sem áttu allir frábært mót.

Gunnar Pálmi keppti í -120kg flokki. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli en átti þrátt fyrir það frábært mót. Hann tók seríuna 180-190-200 kg í hnébeygju, allt gildar lyftur og bætti sinn besta árangur um 10 kg. Í bekknum tók hann seríuna 110-115 kg báðar gildar. Gerði svo tilraun til að taka 120 kg sem náðist ekki. Aftur bæting um 10 kg í bekknum. Í réttstöðulyftu tók hann örugga 180 kg lyftu og fékk svo 190 kg dæmd ógild af dómurum. Samanlagt 505 kg.

Þórður Skjaldberg keppti í -105 kg flokki. Hann átti líka frábært mót. Hann tók seríuna 170-180-185 kg sem er 25 kg bæting í hnébeygju. Í bekknum tók hann 110-117.5-122.5 kg og bætti sig um 7.5 kg. Allar lyftur góðar og gildar. Í réttstöðulyftu tók hann 190-200 kg, gerði tilraun til að taka 205 kg. 10 kg bæting hjá honum í réttstöðulyftunni. Samanlagt var hann með 507.5 kg sem er 42.5 kg bæting í samanlögðum árangri hjá honum.

Logi Snær keppti í -93 kg flokki og átti jafn frábæran dag og hinir. Í hnébeygju tók hann seríuna 170-180-187.5 kg, allt góðar og gildar lyftur og 15 kg bæting á hans besta árangri. Í bekknum tók hann seríuna 100-107.5-112.5kg, allt gildar lyftur og bæting um 7.5 kg í bekknum. Í réttstöðulyftu tók hann seríuna 227.5-235-240 kg sem er 20 kg bæting á þrílyftumóti og 7.5 kg bæting í single lift réttstöðulyftu. Logi tvíbætti Íslandsmetið í réttstöðulyftu, bæði í þrílyftumóti og single lift. Samanlagður árangur 540 kg sem er 55 kg bæting á besta samanlagða árangri.

Við erum ákaflega stolt af frammistöðu þeirra allra og óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.