Vestur Evrópumót í kraftlyftingum

Vestur Evrópumót í kraftlyftingum

Vestur-Evrópumótið í kraftlyftingum með og án búnaðar var haldið í Njarðvík helgina 8.-10.september. Mótshaldari var lyftingadeild Massa. Mótið var vel upp sett og í allan stað til fyrirmyndar. Við Ármenningar áttum einn keppanda á mótinu, Björn Margeirsson sem keppti í kraftlyftingum í búnaði á sunnudeginum. Bjössi keppti í -83 kg flokki karla. Hann tók 225 kg í hnébeygju, 145 kg í bekkpressu og 215 kg í réttstöðulyftu, samanlagður árangur var 585 kg. Bjössi á fullt inni. Hann á þessa stundina 16 Íslandsmet í þremur mismunandi þyngdarflokkum. Við í Ármanni erum ákaflega stolt af því að eiga svona öflugan keppanda. Til hamingju með flott mót.